fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fréttir

Dómsmáli gegn Kristjáni Einari frestað vegna sjósóknar – Ákærður fyrir að stórslasa lögreglukonu í fangaklefa

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 19:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máli Héraðssaksóknara gegn Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni var í morgun frestað um ótiltekinn tíma þar sem Kristján forfallaðist. Þetta staðfesta bæði saksóknari frá embætti Héraðssaksóknara og Ómar R. Valdimarsson, lögmaður Kristjáns.

Ákæran gegn Kristjáni er í þremur liðum og fjallar um brot sem öll áttu sér stað árið 2019. Þann 27. maí er Kristján sagður hafa ráðist á lögreglumenn í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Mun Kristján hafa spyrnt sér aftur á bak með þeim afleiðingum að lögreglumaður sem hélt utan um Kristján féll aftur fyrir sig og tognaði í baki.

Þann 30. nóvember þetta sama ár er hann sagður hafa kýlt 22 ára gamlan karlmann hnefahöggi í andlitið fyrir utan Kurdo Kebab við Ráðhústorgið á Akureyri. Maðurinn hlaut af árásinni eymsli yfir kjálkabeini og kinnbeini vinstra megin. Brotaþoli í málinu gerir kröfu um að Kristján greiði sér rúma hálfa milljón í bætur vegna málsins.

Loks er Kristján sagður hafa í desember á Hótel Barón við Barónsstíg í Reykjavík hótað þremur lögreglumönnum lífláti með orðunum: „Einn daginn mun ég drepa einn af ykkur.“

Fyrir ætluð ofbeldisverk sín gegn lögreglumönnum og manninum unga á Akureyri er Kristján ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og líkamsárás. Héraðssaksóknari gerir þá kröfu að Kristjáni verði dæmd refsing og gert að greiða allan málskostnað.

DV sagði frá því 6. desember á síðasta ári að Kristján hefði verið ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum á Hótel Barón í desember 2019. Síðan virðist tvö ofbeldisverk Kristjáns hafa bæst í þessa sömu ákæru, en ákæran sem nú er komin á dagskrá dómstóla er dagsett 11. febrúar á þessu ári.

Sagði þá að Kristján hefði um miðjan desember hlotið þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundið til eins árs. Síðari brot Kristjáns eru öll framan innan við ári eftir að sá dómur féll.

DV reyndi ítrekað að ná tali af Kristjáni Einari við vinnslu fréttarinnar en hafði ekki erindi sem erfiði. Svala Björgvinsdóttir, unnusta Kristjáns vísaði blaðamanni loks á lögmann hans, Ómar R. Valdimarsson.

Í samtali við blaðamann staðfesti Ómar að Kristján hefði forfallast og sagði það vera vegna starfa Kristjáns sem sjómaður. Aðspurður hvort málið yrði þá þingfest þegar Kristján kemur í land og hvort afstaða Kristjáns gagnvart ákærunni liggi fyrir sagði Ómar ekki getað tjá sig frekar um málið.

Til stóð að þingfesta málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Kristján hefur vakið athygli undanfarin misseri en hann og söngkonan Svala Björgvins trúlofuðu sig eftir stutt en ákaft samband. Sambandið vakti strax talsverða athygli, ekki síst í ljósi mikils aldursmunar á þeim en hann er 21 ár.

Í kjölfar fréttar DV um að Kristján hefði verið ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum undir lok síðasta árs sagðist Kristján vera „ósköp venjulegur maður,“ á Instagram. „Ég á barn. Ég vinn sem sjómaður. Ég á mína fortíð sem að hluta er óuppgerð. Ég kynntist stúlku. Stúlkan varð kærasta mín. Kærasta mín er farsæll listamaður og verk hennar vekja áhuga. Fjölmiðlar fjalla um hana og það sem hún gerir. Ég á því ekki að venjast og mín verk hafa til þess dags ekki vakið athygli fjölmiðla eða flesta þeirra sem þetta lesa. Það hefur breyst,“ skrifaði Kristján jafnframt.

Kristján sagðist þá enn fremur hafa unnið markvisst í sjálfum sér og náð árangri. „Ég er ekki kominn á leiðar­enda og tek að­eins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niður­­­stöðu þess dóms og hef á­frýjað niður­­­stöðu hans til Lands­réttar. Þeirra niður­­­stöðu bíð ég. Af til­­lit­­semi við aðila læt ég vera að fjalla sér­­stak­­lega um málið. Þeir sem hafa á því á­huga geta kynnt sér málið og um leið varnir mínar.“

Kristján sagði síðar, í yfirgripsmiklu viðtali við Fréttablaðið að kynni hans af Svölu hefði gjörbylt lífi hans. „Svala hefur breytt lífi mínu algerlega. Hún hefur bætt líf mitt í alla staði og gert mig hamingjusamari og að betri manni. Líf mitt var öðruvísi áður,“ sagði Kristján.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi