fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

16 ára drengur varar við íslenskri konu sem svindlaði á honum – „Hún var bara að hóta honum og sparka í hann“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruslan Zared birti í dag færslu í stórum íslenskum Facebook-hóp þar sem hann varaði við íslenskri konu sem hafði svindlað á honum þegar hann reyndi að selja henni símann sinn. 

„Þessi kona er algjör svindlari,“ segir Ruslan sem er aðeins 16 ára gamall en hann og faðir hans gáfu DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um málið. Ruslan ætlaði að selja iPhone símann sinn á 75 þúsund krónur, konan sem um ræðir sagðist ætla að kaupa símann á því verði ef hann kæmi með símann til hennar. „Ég samþykkti það og hún gaf mér eitthvað bull heimilisfang og símanúmer og sagði mér að hitta sig hjá Krónunni í Hafnafirði,“ segir Ruslan í færslunni.

„Ég á ekkert pening“

Ruslan fór með föður sínum og konan skoðaði símann. Hún tók niður kennitölu Ruslan og bankanúmer, sýndi að hún væri búin að millifæra og fór svo. Eftir um það bil 5 mínútur var millifærslan þó ekki ennþá komin inn á bankareikning Ruslan. Þá hringir hann samtals 17 sinnum í konuna en fær ekkert svar. Eftir það lokaði hún á símanúmerið hans.

Næst sendi Ruslan skilaboð á hana á samfélagsmiðlum og bað hana einfaldlega um að borga sér peninginn. „Hún skoðar skilaboðin og svarar ekkert,“ segir Ruslan í færslunni og biður fólk sem þekkir konuna að láta hana vita að hann sé að reyna að ná í hana. „Vinsamlegast látið hana borga mér eða gefa mér símann aftur. Ég á ekkert pening og þess vegna var ég að selja símann í fyrsta lagi.“

„Hún var bara að hóta honum og sparka í hann“

DV ræddi við Ruslan um málið en þá hafði orðið þróun í málinu. Maður nokkur hafði samband við hann og varaði hann við að fara til konunnar en sá hafði einnig lent illa í henni. „Það er hættulegt að fara til hennar,“ segir Ruslan í samtali við blaðamann.

„Ein manneskja seldi henni úr á 69 þúsund og hún gaf honum falsaða millifærslu og svo fór hann. Það sást eins og hún hefði millifært peninginn. Hann kom aftur og hún var bara að hóta honum og sparka í hann, hann sendi mér myndband af þessu.“

„Ég er bara 16 ára, mig langaði bara að selja símann minn og klára þetta“

Ruslan hefur litla trú á því að lögreglan geti leyst málið. „Vandamálið er bara að lögreglan er ekki að fara að gera neitt,“ segir hann en konan hefur reglulega skotið upp kollinum í fjölmiðlum undanfarin ár.  „Hún hefur verið í fréttum síðan hún var 16 ára,“ segir Ruslan en flestar fréttirnar fjalla um að verið sé að leita að henni.

„Ég er bara 16 ára, mig langaði bara að selja símann minn og klára þetta,“ segir Ruslan að lokum. „Mig langaði ekkert að lenda í svona vandamáli, ég sá bara millifærsluna og hugsaði bara með mér að þetta væri komið. Maður hugsar ekkert með sér að þetta sé fölsuð millifærsla.“

Ruslan gerði sér ferð að heimili konunnar til að sækja peninginn eða símann. „Ég fór á staðinn, hún breytti örugglega um heimilisfang. Það er enginn á staðnum.“

Ruslan hvetur fólk til að hafa samband við sig ef viðkomandi hefur einhverjar upplýsingar um málið í síma 778-8353.

DV reyndi að hafa samband við konuna sem um ræðir við gerð fréttarinnar en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“