Málefni Robinho er varðar nauðgun á konu frá Albaníu er nú til meðferðar hjá dómstólum í Milan. Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu árið 2017 fyrir aðild að hópnauðgun á stúlku frá Albaníu sem átti sér stað árið 2013. Robinho hefur hins vegar aldrei þurft að sitja inni en áfrýjun hans er enn í kerfinu. Robinho var dæmdur sekur vegna skilaboða í síma hans, þar sem hann talaði um að stúlkan hefði verið ofurölvi.
Fyrir dómstólum kemur fram að Robinho hafi niðurlægt konuna og að auki reynt að blekkja saksóknara með lögmanni sínum, þeir hafa breytt framburði sínum sem búið var að fara yfir og samþykkja af öllum aðilum.
Robinho hefur alla tíð hafnað því að hafa nauðgað stúlkunni. „Þegar hún kom til mín og byrjaði að spjalla, þá var hún ekki ölvuð. Hún mundi nafn mitt, hún vissi hver ég væri. Ofurölvi einstaklingur man ekki svona hluti,“ sagði Robinho.
Robinho segir eftirsjá sína vera að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Vivian en þau hafa verið gift frá árinu 2009. „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá henni, þar liggur mín eftirsjá. Það er mikið af fréttum í blöðum til að reyna að selja þau, frá árinu 2013 hef ég breyst mikið og það til hins betra.“
„Hvaða mistök gerði ég? Hvaða glæp framdi ég? Ég gerði þau mistök að halda framhjá, ég nauðgaði ekki neinum eða misnotaði ekki neina stelpu.“
Robinho hefur nú 45 daga til að áfrýja málinu til æðsta dómstigs á Ítalíu en búist er við að hann geri það.