Manchester United mun á næstu leiktíð fá nýjan styrktaraðila fram á treyju sína á næstu leiktíð. Félagið er nú í viðræðum við nýjan aðila um að taka við af Chevrolet.
Chevrolet hefur verið á treyjum United frá árinu 2014 en samningurinn var framlengdur um hálft ár á síðasta ári, samningurinn rennur út í desember á þessu ár.
Samningur United í dag er sá stærsti í heiminum og þénar félagið yfir 60 milljónir punda á ári í gegnum. Real Madrid kemur þar á eftir með ögn minni upphæð.
Samningurinn er í sérflokki þegar kemur að enskum liðum en Chelsea fær 40 milljónir punda frá símafyrirtækinu Three á ári. Liverpool sem hefur verið besta lið Englands síðustu ár fær 27 milljónir punda á ári.
Líkur eru á að næsti samningur gefi United um og yfir 70 milljónir punda á ári. Fyrirtækið sem United er í viðræðum við er sagt vera hugbúnaðarfyrirtæki.
Tíu stærstu samningarnir:
Man Utd – Chevrolet: £61 milljón á ári
Real Madrid – Fly Emirates: £60m
Barcelona – Rakuten: £47m
PSG – Accor: £43m
Chelsea – Three: £40m
Man City – Etihad Airways: £39m
Bayern Munich – T-Mobile: £36m
Liverpool – Standard Chartered: £27m
Arsenal – Emirates: £26m
Tottenham – AIA: £25m