fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Jakob Bjarnar tekur upp hanskann fyrir Jón Steinar – Bubbi er sammála

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 12:10

Jakob Bjarnar, Jón Steinar og Bubbi Morthens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í gær þá var Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrum hæstaréttardómari, ráðinn af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, í verkefni er varðar styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu.

Þessi ráðning vakti mikla reiði meðal sumra og sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að ráðningin væri köld tuska framan í almenning þar sem hún segir hann hafa tekið afstöðu í langflestum tilvika með gerendum í kynferðisafbrotamálum en ekki þolendum. Þá sé tuskan sérstaklega köld þar sem þetta var gert ljóst daginn eftir að níu íslenskar konur lögðu fram kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsmeðferðar íslenska réttarkerfisins þar sem þær kærðu nauðganir og önnur kynferðisafbrot en málin voru felld niður.

Jakob Bjarnar, blaðamaður Vísis, birtir færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann bölvar þeim sem efast um réttlætiskennd Jóns Steinars og segir hann að Jón hafi tekið skýrt fram í viðtölum að hann sé enginn vildarvinur níðinga. Sú ímynd af honum sé tilkomin vegna rangtúlkana á ummælum hans.

Bubbi Morthens skrifar ummæli við færslu Jakobs þar sem segir: „Jón Steinar er í alvöru byltingarmaður, enginn hefur barist fyrir því að dómstólar landsins séu í lagi eins og hann.“

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, er ekki sammála þeim Jakobi og Bubba og ritar einnig ummæli við skrif Jakobs: „JSG er grínútgáfa af Antonin Scalia, lagakarl sem vill sveigja réttarríkið að vernd fyrir auðvaldið og valdaræningja á þess vegum,“ og bætir síðan við: „Mér sýnist fólkið sem lýsir hér trausti á Jón Steinar hafi ekki lesið bækurnar sem hann hefur skrifað undanfarið. Þær eru sjálfsmiðað þvaður manns sem getur ekki horfst í augu við að hann hefur misst allt autorítet. Að sækja hann til að gera tillögur um úrbætur er algjört grín. En skaðlaust. Hann mun semja langa skýrslu um eigið ágæti og aldrei komast að neinum kjarna.“

Hér fyrir neðan má lesa færslu Jakobs í heild sinni.

https://www.facebook.com/jakob.b.gretarsson/posts/10159656145559645

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“