fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Lögreglan hafði betur í dómsal og Steinbergur þarf að gefa skýrslu – Fær ekki að vera lögmaður Antons í Rauðagerðismálinu

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 10:03

Steinbergur Finnbogason (til hægri), gengur úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinbergur Finnbogason, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, sem hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglu á morðinu á Armando Bequiri fyrir utan heimili sitt um miðjan febrúarmánuð, var í morgun gert að gefa skýrslu hjá lögreglu um morðið. Niðurstaðan þýðir að hann getur ekki lengur sinnt lögmennsku fyrir aðra sem tengjast þessu máli, enda Steinbergur nú vitni í málinu.

Niðurstöðunni hefur þegar verið áfrýjað til Landsréttar, sagði Steinbergur við blaðamann DV í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Anton var sem kunnugt er handtekinn í húsi á Suðurlandi nokkrum dögum eftir morðið og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Að tveggja vikna gæsluvarðhaldssetu lokinni fór lögregla ekki fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum en hann var þess í stað úrskurðaður í farbann. Óalgengt er að Íslendingar séu úrskurðaðir í farbann og herma heimildir DV að farbann yfir íslenskum manni með heimili, fjölskyldu og skuldbindingar á Íslandi á Covid tímum sé í besta falli til málamynda. Samkvæmt lögfróðum mönnum sem DV ræddi við þykir afar ólíklegt að Anton verði ákærður fyrir aðild að morðinu í ljósi þess að ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum.

Steinbergur skrifaði í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær að lögreglan hefði farið fram á skýrslugjöf hans í málinu og að með því væri brotið gróflega á rétti skjólstæðings síns til að fá að velja sér málsvara í sakamálum gegn sér. Steinbergur skrifaði:

Lögmaður hefur ríkar – og í raun heilagar – trúnaðarskyldur gagnvart skjólstæðingum sínum. Ég endaði að ósekju í gæsluvarðhaldi vegna þess að ég neitaði að svara spurningum sem skaðað hefðu skjólstæðing minn. Ég mun gera það aftur núna. Haldi lögreglan þessum leik sínum til streitu mun ég leita allra leiða til þess að standa á bæði mínum rétti og skjólstæðings míns. Í fyrsta lagi til þess að verja hann áfram og í öðru lagi til þess að geta, með milligöngu dómstóla ef á þarf að halda, vikið mér undan spurningum sem skaðað gætu málsvörn hans.

Í samtali við blaðamann eftir að úrskurður héraðsdómara lá fyrir sagði Steinbergur niðurstöðuna vonbrigði og að hann vonaðist til þess að Landsréttur leiðrétti þennan kúrs lögreglunnar og undirtektir héraðsdómarans.

„Þetta er að mínu viti gróf aðför að því grundvallaratriði laganna að fyrir þeim séu allir jafnir og að allir sakborningar eigi jafnt tilkall til réttlátrar málsmeðferðar,“ sagði Steinbergur. „Lögreglan réttlætir svo vinnubrögðin sín með því hve málið er alvarlegt, sem auðvitað stenst enga skoðun. Við höfum ein lög í landinu og það eiga allir að vera jafnir fyrir þeim óháð hve sakargiftir þeirra eru alvarlegar.“

Steinbergur vísar þar til orða Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem höfð voru eftir honum í frétt Vísis í gær. „Þarna teljum við hann [Steinberg] geta búið yfir vitneskju sem við teljum skipta máli og viljum fá þær upplýsingar og þar af leiðandi er þessi úrræði beitt.“ Þá sagði Margeir að morðmál væru með þeim alvarlegustu sem lögreglan fáist við. „Við erum að rannsaka morðmál hérna.“

Steinbergur sagðist þykja viðbrögð Margeirs „með miklum ólíkindum.“ „Viðbrögð lögreglumannsins staðfesta nákvæmlega það sem ég hafði áhyggjur af og þessi ámælisverðu vinnubrögð réttlætt með því einu að málið sé alvarlegra en önnur og kalli þannig á frávik frá grundvallarréttindum sakaðra manna.“

Sú staða er því nú í Rauðagerðismálinu svokallaða, að Anton Kristinn er án skipaðs verjanda en áfram með réttarstöðu grunaðs manns.

Ekki náðist í Maríu Káradóttur, saksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars