fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Eyjan

Laun forstjóra OR hækka um 370 þúsund á mánuði – Fær einnig 3 milljónir í eingreiðslu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 07:00

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað nýlega að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra fyrirtækisins, um 370 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlaun hans eru nú tæplega 2,9 milljónir. Hann fær einnig þriggja milljóna króna eingreiðslu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að fyrir hækkun hafi laun Bjarna verið 2.502.343 krónur en séu nú 2.872.669 krónur. Hækkunin er sögð komin til eftir mat á frammistöðu Bjarna í starfi. Hún nemur 14,8%.

Að auki fær Bjarni eingreiðslu upp á þrjár milljónir „vegna þess að launakjör hans hafa ekki verið uppfærð í tvö ár,“ segir í samþykkt stjórnarinnar.

Hækkunin, að eingreiðslunni undanskilinni, er næstum í takt við hækkun launavísitölunnar síðustu tvö árin.

OR fékk endurskoðunarfyrirtækið PWC til að gera könnun á launum forstjóra og aðalframkvæmdastjóra í stóriðju og veitustarfsemi annars vegar og hjá fyrirtækjum með yfir 40 milljarða króna veltu hins vegar. Þessi könnun náði til 24 fyrirtækja. Niðurstaða hennar er að heildarmánaðarlaun þessa hóps voru að meðaltali 4.159.000 krónur á mánuði í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Líkir aðför ríkisstjórnarinnar að sægreifum við ofsóknir nasista gegn gyðingum – „Vondu mennirnir sem þarf að klófesta peningana frá“

Líkir aðför ríkisstjórnarinnar að sægreifum við ofsóknir nasista gegn gyðingum – „Vondu mennirnir sem þarf að klófesta peningana frá“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .