fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Tímamótadómur hæstaréttar Bretlands – Þjóðaröryggi mikilvægara en réttindi til réttlátrar málsmeðferðar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 23:00

Shamima Begum. Mynd/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Bretlands kvað í síðustu viku upp tímamótadóm. Um var að ræða mál Shamima Begum sem krafðist þess að fá að koma til Bretlands til að vera viðstödd réttarhöld þar sem hún krefst þess að fá breskan ríkisborgararétt sinn aftur. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þjóðaröryggi vægi þyngra en réttur Begum til réttlátrar málsmeðferðar fyrir breskum dómstól og hafnaði kröfu hennar.

Begum, sem er 21 árs, fór til Sýrlands ásamt tveimur vinkonum sínum þegar hún var 15 ára til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið. Hún giftist liðsmanni samtakanna og eignaðist þrjú börn. Óljóst er hversu mörg af börnunum eru á lífi.

Begum dvelur nú í Roj-flóttamannabúðunum í Sýrlandi en í þeim búðum og al-Hol-flóttamannabúðunum er talið að um 70.000 manns dvelji. Hluti þeirra eru konur, sem voru giftar liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna, og börn þeirra.

Mynd sem Lundúnalögreglan birti af stúlkunum þremur 2015.

Foreldrar Begum eru frá Bangladess en hún er fædd og uppalin í Bretlandi. Hún var svipt breskum ríkisborgararétti 2019 eins og fleiri Bretar sem fóru til Sýrlands og Írak til að berjast með hryðjuverkasamtökum.

Begum var ekki sátt við að hafa verið svipt ríkisborgararétti, sem hefur í för með sér að hún getur ekki farið til Bretlands, og fór með málið fyrir dómstóla. Á síðasta ári kvað millidómstig upp úr um að hún mætti koma til Bretlands til að vera viðstödd réttarhöldin. Málinu var áfrýjað til hæstaréttar sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu eins og fyrr sagði.

Dómurinn sagði að svo mikil ógn stafi af Begum að það sé réttlætanlegt að banna henni að koma til landsins þegar mál hennar verður tekið fyrir. Dómurinn byggir niðurstöðu sína að stórum hlut á mati leyniþjónustustofnana sem segja að eiginkonur og ekkjur liðsmanna Íslamska ríkisins séu tifandi sprengjur undir öryggi Vesturlanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga