Porto er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á útivallarmörkum í einvígi gegn Juventus sem endaði með 4-4 jafntefli.
Juventus og Porto mættust í seinni leik einvígisins í kvöld á Allianz vellinum á Ítalíu. Fyrri leikur liðanna endaði með 2-1 sigri Porto.
Sergio Oliveira kom Porto yfir með marki úr vítaspyrnu á 19. mínútu.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 49. mínútu þegar að Federico Chiesa jafnaði leikinn fyrir Juventus. Hann var síðan aftur á ferðinni á 63. mínútu þegar hann kom Juventus yfir.
Porto missti mann af velli með rautt spjald á 54. mínútu og því var verkefni liðsins ennþá erfiðara fyrir vikið.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1 fyrir Juventus en 3-3 í einvíginu og því þurfti að grípa til framlengingar.
Serfio Oliveira jafnaði leikinn fyrir Porto í framlengingunni og skoraði um leið mikilvægt útivallarmark fyrir liðið.
Adrien Rabiot kom Juventus aftur yfir í leiknum með marki á 117. mínútu en það var ekki nóg fyrir heimamenn.
Leikurinn endaði með 3-2 sigri Juventus en Porto kemst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á útivallarmörkum í einvígi sem endaði með 4-4 jafntefli.