fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Nafnlaust símtal í öryggisverði á Leifsstöð – Taskan var opnuð og þar blasti þetta við

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 22:00

Leifsstöð. Ljósmynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, knattspyrnumaður og formaður leikmannasamtaka Íslands var viðmælandi Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum vinsæla Draumaliðið.

Í þættinum segir hann sögu af Sigurbirni Heiðarssyni sem er nú þjálfari Grindavíkur en var á þessum tíma leikmaður Vals sem var að halda af stað í æfingarferð erlendis  Sigurbjörn var sterkur karakter í klefanum hjá Val og átti það til að stríða liðsfélögum sínum og þjálfurum.

„Valsliðið var á leið í æfingaferð, leikmenn og þjálfarar að pakka í töskur. Þá er þjálfari liðsins búinn að pakka í sína tösku og fer eitthvað aðeins niður á liðshótelinu. Þá var Bjössi (Sigurbjörn) búinn að plana það að rugla aðeins í honum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson í þættinum Draumaliðið.

Sigurbjörn Hreiðarsson

Sigurbjörn fór þá inn á herbergi þjálfarans og laumaði nokkrum klámblöðum í tösku þjálfarans. Hann hringdi síðan á undan sér í Leifsstöð.

„Hann hringir og segist vera með nafnlausa ábendingu og að þeir á Keflavíkurflugvelli þurfi að tékka aðeins á einum sem er að koma upp á völl,“ sagði Arnar Sveinn og þennan hrekk Sigurbjarnar.

Þegar komið var á Keflavíkurflugvöll og öryggisverðir gerðu sig líklega til þess að opna töskuna var þjálfari Valsliðsins spurður hvort hann pakkaði sjálfur í töskuna.

„Hann svarar því játandi, taskan var opnuð og þar blasa þessi blöð við. Þetta atvik var tekið fyrir á æfingu daginn eftir, mönnum var gefinn kostur á að stíga fram og viðurkenna þetta en það gerði það enginn,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, knattspyrnumaður og formaður Leikmannasamtaka Íslands.

Draumaliðsþáttinn með Arnari Sveini Geirssyni má hlusta hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nánast fimmtugur Beckham setur allt á hliðina – Situr fyrir á brókinni og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið

Nánast fimmtugur Beckham setur allt á hliðina – Situr fyrir á brókinni og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir frækinn sigur Arsenal um helgina

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir frækinn sigur Arsenal um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Holding skiptir um félag

Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Willian að snúa aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Villa fær enn einn leikmanninn á láni

Villa fær enn einn leikmanninn á láni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beggi Ólafs opnar sig: Hefur ekki fyrirgefið sjálfum sér þessa ákvörðun – „Það er gott að koma þessu frá mér“

Beggi Ólafs opnar sig: Hefur ekki fyrirgefið sjálfum sér þessa ákvörðun – „Það er gott að koma þessu frá mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilboði í Arnór hafnað og hann svekktur – Sagður bíða við símann

Tilboði í Arnór hafnað og hann svekktur – Sagður bíða við símann
433Sport
Í gær

Sökuð um framhjáhald skömmu eftir að nýja ofurparið var opinberað – Komið til varnar úr mjög óvæntri átt

Sökuð um framhjáhald skömmu eftir að nýja ofurparið var opinberað – Komið til varnar úr mjög óvæntri átt