Arnar Sveinn Geirsson, knattspyrnumaður og formaður leikmannasamtaka Íslands var viðmælandi Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum vinsæla Draumaliðið.
Í þættinum segir hann sögu af Sigurbirni Heiðarssyni sem er nú þjálfari Grindavíkur en var á þessum tíma leikmaður Vals sem var að halda af stað í æfingarferð erlendis Sigurbjörn var sterkur karakter í klefanum hjá Val og átti það til að stríða liðsfélögum sínum og þjálfurum.
„Valsliðið var á leið í æfingaferð, leikmenn og þjálfarar að pakka í töskur. Þá er þjálfari liðsins búinn að pakka í sína tösku og fer eitthvað aðeins niður á liðshótelinu. Þá var Bjössi (Sigurbjörn) búinn að plana það að rugla aðeins í honum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson í þættinum Draumaliðið.
Sigurbjörn fór þá inn á herbergi þjálfarans og laumaði nokkrum klámblöðum í tösku þjálfarans. Hann hringdi síðan á undan sér í Leifsstöð.
„Hann hringir og segist vera með nafnlausa ábendingu og að þeir á Keflavíkurflugvelli þurfi að tékka aðeins á einum sem er að koma upp á völl,“ sagði Arnar Sveinn og þennan hrekk Sigurbjarnar.
Þegar komið var á Keflavíkurflugvöll og öryggisverðir gerðu sig líklega til þess að opna töskuna var þjálfari Valsliðsins spurður hvort hann pakkaði sjálfur í töskuna.
„Hann svarar því játandi, taskan var opnuð og þar blasa þessi blöð við. Þetta atvik var tekið fyrir á æfingu daginn eftir, mönnum var gefinn kostur á að stíga fram og viðurkenna þetta en það gerði það enginn,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, knattspyrnumaður og formaður Leikmannasamtaka Íslands.
Draumaliðsþáttinn með Arnari Sveini Geirssyni má hlusta hér fyrir neðan.