Velferðarnefnd heldur opinn fjarfund miðvikudaginn 10. mars kl. 13:00. Tilefnið er umfjöllun nefndarinnar um spilafíkn og áhrif á líf og fjölskyldu, meðferðarúrræði og stefnu stjórnvalda. Gestir fundarins verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.