58 prósent af almenningi í Þýskalandi vill fá Jurgen Klopp stjóra Liverpool til að taka við þýska landsliðinu í sumar. Frá þessu greinir Bild sem er með könnun á vef sínum.
Joachim Löw mun í sumar láta af störfum sem þjálfari þýska landsliðsins, samningur hans var í gildi til ársins 2022 en hann bað um að hætta í sumar.
Löw mun stýra þýska landsliðinu í undankeppni HM eftir rúmar tvær vikur gegn Íslandi. Hann mun hins vegar láta af störfum eftir Evrópumótið í sumar.
Mikill meirihluti Þjóðverja vill Klopp til starfa en 17 prósent vilja fá Lohar Matthaus fyrrum miðjumann FC Bayern til starfa. Um 10 prósent vilja Hansi Flick þjálfara Bayern í starfið.
Veðbankar telja hins vegar mestar líkur á því að Stefan Kuntz þjálfari u21 landsliðs Þjóðverja taki við en Klopp er næst líklegastur til að taka starfið.