Svo virðist sem Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United hafi mikinn á því að fá kantmann til félagsins í sumar. Ensk blöð fjalla um áhuga á tveimur slíkum í dag.
Raphinha sem er 24 ára kantmaður Leeds United hefur slegið í gegn á þessu tímabili, sagt er að hann sé ofarlega á óskalista Ole Gunnar Solskjær.
Raphinha er frá Brasilíu en hann lék áður með Rennes og Sporting Lisbon, hann hefur ekki leikið landsleik fyrir Brasilíu.
Þá kemur eining fram í fréttum að Kingsley Coman hafi hafnað nýjum samningi hjá FC Bayern, hann er á lista hjá Manchester United.
Þá reyndi Manchester United allt síðasta sumar að kaupa Jadon Sancho frá Borussia Dortmund, kantmaðurinn frá Englandi verður til sölu í sumar.