Chelsea tók á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Chelsea en leikið var á Stamford Bridge í Lundúnum.
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og bar fyrirliðabandið í leiknum. Chelsea komst yfir á 31. mínútu þegar að Ben Godfrey, leikmaður Everton varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þannig stóðu leikar allt þar til á 65. mínútu þegar að Jorginho tvöfaldaði forystu Chelsea með marki úr vítaspyrnu.
Atvikið sem vakti hvað mesta athygli í leiknum var þegar Thomas Tuchel stjóri Chelsea las yfir Timo Werner framherja félagsins.
Þegar Tuchel var ráðinn til starfa stóðu vonir til um að Werner myndi hrökkva í gang en það hefur ekki gerst. „Timo hvað ætlar þú að vera lengi úti á vinstri kanti? Þú átt að spila sem hægri kantmaður,“ öskraði Tuchel á samlanda sinn.
Öll samskipti nú til dags heyrast miklu betur en áður sökum þess að áhorfendur eru ekki á vellinum.
„Síðustu 15 mínúturnar hefur þú bara verið úti á vinstir kanti. Skilur þú það ekki?,“ sagði hinn þýski Tuchel á móðurmáli sínu.
Only good thing about empty stadiums is hearing what managers say & Tuchel was having none of Werner:
„Timo, how long are you staying on the left? You’re playing on the right! The last 15 mins you’ve only been on the left! Don’t you understand?“
😭😭😭
pic.twitter.com/7f1Zuwsdy2— Taísto (@TaistoFCB) March 8, 2021