fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fréttir

Virknin jókst við Fagradalsfjall í morgun – Óróapúls greindist

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 06:53

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 5.20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í ganginum. Nú mælist óróahviða á svæðinu en þó hefur dregið úr henni. Virknin er mjög staðbundin syðst í ganginum og er líklega merki um að gangurinn sé að stækka.

Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Vísir.is hefur eftir Elísabetu Pálmadóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, að óróinn nú sé ekki eins kröftugur og sá er mældist 3. mars en það þurfi þó að skoða hann betur. Hún sagði að engin merki sjáist á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið en óróinn geti verið merki um kvikuhreyfingar í kvikuganginum sem hefur myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis.

Hún sagði skjálftana ekki stóra en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Af þeim sökum eru enn taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“