fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Loftsteinn sem hrapaði í breska innkeyrslu gæti innihaldið „efnivið í líf“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 23:00

Loftsteinn að brenna upp í gufuhvolfinu. Mynd:UK Fireball Alliance

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. febrúar sáu margir Bretar og íbúar víðar í Norður-Evrópu himininn lýsast upp þegar loftsteinn kom inn í gufuhvolf jarðarinnar. Hann brann ekki allur upp því litlir hlutar af honum hröpuðu til jarðar í Winchcombe í Gloucestershire í Bretland. Í innkeyrslu þar í bæ hafa vísindamenn fundið um 300 grömm af loftsteininum. Þeir eru vongóðir um að í þessum brotum séu efni sem geta svarað spurningunni um upphafsdaga sólkerfisins og hvernig líf hófst hér á jörðinni.

CNN skýrir frá þessu. Vísindamenn segja að loftsteinninn hafi verið úr kolefniskondríti sem er sjaldgæf loftsteinategund. Þetta er eitt frumstæðasta og upprunalegasta efnið í sólkerfinu og vitað er að í steinum af þessari tegund hafa verið lífræn efni og amínósýrur en þetta eru undirstöðuefni í lífi.

Brot úr loftsteininum. Mynd:The Trustees of the Natural History Museum, London

The Natural History Museum í Lundúnum segir að hlutar úr loftsteininum hafi fundist og séu í svo góðu ástandi að hægt sé að bera þá saman við steina sem voru fluttir til jarðarinnar frá tunglinu á sínum tíma. „Mér brá þegar ég sá þetta og vissi um leið að þetta var sjaldgæfur loftsteinn og algjörlega einstakur atburður,“ er haft eftir Richard Greenwood, vísindamanni hjá safninu, í tilkynningu frá því en hann var fyrstur til að bera kennsl á loftsteininn.

Safnið segir að vitað sé um 65.000 loftsteina hér á jörðinni. Aðeins voru sjónarvottar að hrapi 1.206 þeirra og af þeim eru aðeins 51 úr kolefniskondríti.

Loftsteinninn hrapaði til jarðar klukkan 21.54  þann 28. febrúar og náðu margir myndum af þegar hann brann í gufuhvolfinu. Hraði hans var tæplega 14 km/klst áður en hann kom inn í gufuhvolfið þar sem hann brann að mestu upp.

Brot úr loftsteininum. Mynd:The Trustees of the Natural History Museum, London

Út frá myndum var hægt að staðsetja nokkuð nákvæmlega hvar brot úr loftsteininum hröpuðu til jarðar að sögn talsmanna safnsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin