fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Prestur í mótvindi – Bað konurnar í söfnuðinum um að grennast og reyna að líkjast Melania Trump

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 05:25

Stewart-Allen Clark. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski presturinn Stewart-Allen Clark er í miklum mótvindi þessa dagana eftir að hafa beðið konurnar í söfnuði sínum um að grenna sig og reyna að líkjast Melania Trump, eiginkonu Donald Trump fyrrum forseta, meira. Þetta gerði hann í guðsþjónustu á sunnudegi.

Clark er prestur í baptistakirkju í Missouri. Fyrrgreind ummæli voru hluti af „ráðum“ hans til kvenna um hvernig þær eigi að koma í veg fyrir að eiginmenn þeirra láti aðrar konur „trufla“ sig.

Guðsþjónustunni var streymt í beinni útsendingu á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa að sögn Fox NewsBBCThe Hill og fleiri miðla.

Melania Trump. Mynd/Getty

Clark hvatti konurnar til að reyna að léttast og hafa Melania Trump sem fyrirmynd. „Ég held að konur viti ekki hversu miklu sjónræn áhrif skipta karla. Ég held að þær hafi ekki getu eða hæfileika til að skilja mikilvægi þess sjónræna fyrir karla. Ég held að konur skilji ekki hversu mikilvægt það er fyrir karlmann að vera með fagra konu upp á arminn,“ sagði hann meðal annars.

Hann varpaði einnig fram þeirri spurningu af hverju ástandi kvenna „hnigni“ eftir að þær ganga í hjónaband.

Gagnrýninni hefur rignt yfir Clark sem er sagður hafa gert lítið úr konum, mismunað kynjunum og bara almennt misboðið fólki.

Honum hefur nú verið vikið frá störfum um stundarsakir að minnsta kosti og þarf að sækja sér ráðgjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin