Í dag eru 16 ár liðin frá fræknum 4-2 sigri Chelsea á Barcelona í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu árið 2005.
Chelsea tapaði fyrri leiknum 2-1 á Nou Camp í Barcelona og þurfti því á góðri frammistöðu að halda á heimavelli gegn stjörnuprýddu liði Barcelona.
Strax á 8. mínútu kom Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea yfir með marki eftir stoðsendingu frá Mateja Kezman og þá var ekki aftur snúið fyrir heimamenn.
Tvö mörk frá Frank Lampard og Damien Duff á 17. og 19. mínútu komu Chelsea í stöðuna 3-0.
Tvö mörk frá Ronaldinho á 27. og 38. mínútu gerði seinni hálfleik leiksins æsispennandi en mark frá John Terry á 76. mínútu sá til þess að Chelsea komst áfram í 8-liða úrslit keppninnar með samanlögðum 5-4 sigri.
Eins og frægt er orðið átti Eiður Smári Guðjohnsen seinna meir eftir að ganga til liðs við Börsunga þar sem hann spilaði á árunum 2006-2009.
🔵 A Stamford Bridge classic, #OTD in 2005!
⏰⚽️0⃣8⃣ Gudjohnsen
⏰⚽️1⃣7⃣ Lampard
⏰⚽️1⃣9⃣ Duff
⏰⚽️2⃣7⃣ Ronaldinho
⏰⚽️3⃣8⃣ Ronaldinho
⏰⚽️7⃣6⃣ Terry @ChelseaFC | #UCL pic.twitter.com/kpALojaAD9— Views (@Views_rsa) March 8, 2021