fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Henry dreymir um að verða knattspyrnustjóri Arsenal

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 8. mars 2021 19:19

Thierry Henry. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal goðsögnin, Thierry Henry, dreymur um að taka við starfi knattspyrnustjóra hjá sínu gamla félagi. Henry er markahæsti leikmaðurinn í sögu Arsenal en hann spilaði með félaginu á árunum 1999-2007 og árið 2012.

Arfleið Henry hjá Arsenal er mikil og til marks um það hefur verið reist stytta af honum fyrir utan heimavöll Arsenal.

„Ef þú spyrðir stuðningsmann Arsenal að því hvort hann væri til í að verða knattspyrnustjóri félagsins einn daginn, þá myndi sá stuðningsmaður segja já,“ sagði Thierry Henry í viðtali við FourFourTwo.

Það er ljóst að Henry ber miklar tilfinningar til Arsenal.

„Arsenal er í blóði mínu, félagið er hluti af mér og mun alltaf vera það. Helmingurinn af mínu hjarta liggur hjá Arsenal og hinn helmingurinn hjá fjölskyldunni minni,“ sagði Thierry Henry.

Henry átti mikilli velgengni að fagna sem leikmaður en það sama er ekki hægt að segja um knattspyrnustjóra feril hans hingað til.

Hans fyrsta knattspyrnustjórastarf var hjá franska liðinu Monaco þar sem Henry entist aðeins í nokkra mánuði. Hann tók síðan við Montréal í MLS deildinni árið 2019 og sagði skilið við liðið í seinasta mánuði.

Henry er raunsær og segir að hann sé langt frá því að teljast sem mögulegur kandídat í starf knattspyrnustjóra hjá Arsenal.

„Ég er að ganga í gegnum lærdómsríkt tímabil. Ég vil gera vel hjá því félagi sem ég starfa hjá. Ef maður nær ekki árangri og nýtur velgengni þá mun maður ekki fá slík tækifæri (að starfa sem knattspyrnustjóri Arsenal,“ sagði Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo fékk undanþágu frá strangri reglu í Sádí Arabíu en óvíst er hvort Duran fái það

Ronaldo fékk undanþágu frá strangri reglu í Sádí Arabíu en óvíst er hvort Duran fái það
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nánast fimmtugur Beckham setur allt á hliðina – Situr fyrir á brókinni og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið

Nánast fimmtugur Beckham setur allt á hliðina – Situr fyrir á brókinni og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ítalskir blaðamenn á einu máli um Walker

Ítalskir blaðamenn á einu máli um Walker
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Birti mynd sem sýnir nákvæmlega hversu oft þau stunduðu kynlíf í fyrra – Ummæli hennar sem fylgja vekja mikla athygli

Birti mynd sem sýnir nákvæmlega hversu oft þau stunduðu kynlíf í fyrra – Ummæli hennar sem fylgja vekja mikla athygli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Holding skiptir um félag

Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Willian að snúa aftur