Gareth Bale, lánsmaður hjá Tottenham frá Real Madrid, virðist loksins vera búinn að finna fjöl sína með liðinu eftir slæma byrjun á tímabilinu.
Bale hafði aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sextán leikjum sínum með Tottenham á tímabilinu áður en hann datt í fluggír og hefur núna skorað sex mörk í síðustu sex leikjum.
Bale skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Tottenham gegn Crystal Palace í gærkvöldi.
„Við erum á góðum stað í augnablikinu og erum að fá sjálfstraust aftur, vonandi náum við að halda þessu áfram. Mér líður vel, þetta hefur tekið góðan tíma en ég er það reyndur að ég kann að vera þolinmóður,“ sagði Bale eftir leikinn gegn Crystal Palace í gær.