Sebastian Coltescu, sem var fjórði dómarinn í leik PSG og Istanbul Basaksehir í leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, hefur verið meinað að vera hluti af dómarateymum í leikjum á vegum UEFA út tímabilið.
Leikmenn PSG og Istanbul gengu af velli í leik liðanna í desember síðastliðunum og sökuðu Coltescu um að hafa verið með kynþáttaníð gagnvart Pierre Webo, einstaklingi í þjálfarateymi Istanbul.
Coltescu, sem er frá Rúmeníu, á að hafa notað rúmenska orðið „negru“ um Webo sem þýðir ‘svartur’ á rúmensku.
Demba Ba, leikmaður Istanbul, lét dómarann heyra það í kjölfarið.
„Þegar að þú ert að minnast á leikmann sem að er hvítur á hörund þá segirðu ekki ‘hvíti maðurinn þarna’, þú segir ‘þessi þarna’.
„Afhverju ertu þá að segja ‘þessi svarti gaur’ í þessu tilfelli?“ sagði Demba Ba við dómarann.
Coltescu hefur verið meinað að koma að leikjum á vegum UEFA vegna „óviðeigandi hegðunar“ þá er honum gert að sitja fræðslunámskeið tengt þessar óviðeigandi hegðun fyrir þann 30. júní næstkomandi.