fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Goðsögn efast um að Gerrard sé klár í að taka við Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. mars 2021 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool ætti ekki að hugsa um það að ráða Steven Gerrard til starfa á næstunni, ef Jurgen Klopp stígur til hliðar sem stjóri Liverpool. Þetta er skoðun Mark Lawrenson sem átti frábæran feril hjá Liverpool.

Lawrenson var lengi vel sérfræðingur BBC í enska boltanum en hann telur að Gerrard sem stýrir Rangers í dag sé ekki klár í að stýra Liverpool.

Mikil umræða er í kringum Liverpool og hvort Jurgen Klopp fari að stíga til hliðar, gengi liðsins í ár hefur verið hræðilegt eftir mörg góð ár.

Gerrard gerði Rangers að skoskum meisturum í gær. „Liverpool er allt annað svið en Rangers,“ skrifar Lawrenson um stöðu mála.

„Þetta væri risastórt skref, þetta væri mikil áhætta fyrir eigendur Liverpool að taka. Ég held að stuðningsmenn Liverpool horfi á málið og hugsi að það eigi að taka Stevie G ef Klopp hættir.“

Gerrard átti magnaðan feril sem leikmaður Liverpool. „Ég held að eigendurnir muni horfa á starfið hjá Rangers og það góða starfa en muni hugsa til þess að hann þurfi meiri reynslu hjá öðru félagi í ensku úrvalsdeildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að næsta tímabil verði hörmung ef Amorim lagar þetta ekki í hvelli

Segir að næsta tímabil verði hörmung ef Amorim lagar þetta ekki í hvelli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gyokeres sagður hafa ákveðið hvert hann vill fara í sumar – Valið kemur mörgum á óvart

Gyokeres sagður hafa ákveðið hvert hann vill fara í sumar – Valið kemur mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Holding skiptir um félag

Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Willian að snúa aftur
433Sport
Í gær

Hörmungar United – Amorim tapar og tapar á heimavelli og slær öll met

Hörmungar United – Amorim tapar og tapar á heimavelli og slær öll met
433Sport
Í gær

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi