Ragnar Sigurðsson lék sinn fyrsta leik fyrir Rukh Lviv í úrvalsdeildinni í Úkraínu í dag. Ragnar samdi við félagið í janúar.
Ragnar lék fyrri hálfleikinn þegar Rukh Lviv mætti Desna og tapaði 0-4 á heimavelli.
Rukh Lviv er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en Ragnar hafði verið á varamannabekk liðsins leikina ´undan, liðið situr í tólfta sæti deildarinnar með 13 stig.
Ragnar kom til félagsins frá FCK Kaupmannahöfn en leikur hans í dag var fyrsti leikur með félagsliði frá því í september.
Ragnar verður að öllum líkindum í landsliðshópi Íslands sem valinn verður í næstu viku en framundan eru leikir í undankeppni HM.