Knattspyrnumenn og félög geta gert mistök á samfélagsmiðlum líkt og aðrir, mistökin eru ævi misjöfn og sum vekja aðeins upp bros hjá fólki.
Aðrar færslur geta vakið upp reiði þegar knattspyrnumenn gera sig seka um mistök sem reita stuðningsmenn þeirra til reiði.
Daily Mail tók saman lista yfir neyðarlegar Twitter færslur, sumar eru fyndnar en aðrar hafa skapað mikla reiði.
Listinn um þetta er hér að neðan.
Everton naut dagsins með systur sinni:
Lescott og bíllinn:
Joleon Lescott hafði spilað með Aston Villa í 6-0 tapi gegn Liverpool, skömmu eftir leik kom mynd á Twitter af rándýrum Benz bíl. Stuðningsmenn Villa urðu brjálaðir en Lescott sagðist hafa sett færsluna óvart inn, hún hafi farið sjálf inn á meðan síminn var í vasa hans.
Pungurinn:
Adam Clayton þá leikmaður Middlesbrough ákvað að skella pungnum sínum í myndavélina eftir sigur á Sunderland árið 2016.
Benteke til Burnley
Christian Benteke hafði verið keyptur til Crystal Palace en ekki Burnley eins og hann setti á Twitter.
Vantar þér far?
Wayne Rooney var ansi skemmtilegur á Twitter þegar forritið var að stækka.
Eiginkona mín:
Blaise Matuidi ætlaði að vera rómantískur á dögunum og gogglaði sjálfan sig og konuna sína til að finna mynd. „Eiginkona Matuidi,“ skrifaði hann til að finna mynd af konu sinni.