Manchester United mun á næstu leiktíð fá nýjan styrktaraðila fram á treyju sína á næstu leiktíð. Félagið er nú í viðræðum við nýjan aðila um að taka við af Chevrolet.
Chevrolet hefur verið á treyjum United frá árinu 2014 en samningurinn var framlengdur um hálft ár á síðasta ári, samningurinn rennur út í desember á þessu ár.
Samningurinn við Chevrolet hljóð upp á 64 milljónir punda á leiktíð sem fyrirtækið greiðir United, samningurinn er sagður sá stærsti í fótboltaheiminum.
Ensk blöð segja að United sé í viðræðum við fyrirtæki í Bandaríkjunum um 70 milljóna punda samning á ári, fyrirtækið sem United er í viðræðum við er sagt vera hugbúnaðarfyrirtæki.
Sú staða gæti komið upp á næstu leiktíð að United yrði því með tvo styrktaraðila á treyjum sínum. Chevrolet yrði á treyjunni fram í desember en svo tæki nýtt fyrirtæki við.