Í grein Liverpool Echo birtir í dag er því haldið fram að Everton sé tilbúið að selja Gylfa Þór Sigurðsson í sumar.
Staðarblaðið í Bítlaborginni vitnar í Football Insider sem talar um að Gylfi verði til sölu í sumar.
Gylfi Þór mun í sumar eiga ár eftir af samningi sínum við Everton, ekki hafa borist neinar fréttir af því að Gylfi eigi í viðræðum um nýjan samning.
Gylfi er dýrasti leikmaður í sögu Everton en félagið borgaði 45 milljónir punda til Swansea þegar Gylfi kom sumarið 2017.
Gylfi hefur verið í frábæru formi síðustu vikur og stimplað sig inn sem einn mikilvægasti leikmaðurinn í liði Carlo Ancelotti.