fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Fékk alvarlegt taugaáfall eftir að málið var fellt niður – Níu konur kæra ríkið fyrir niðurfellingu ofbeldismála

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 8. mars 2021 11:08

Frá fundinum í dag: Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, María Árnadóttir, ein kærenda til MDE, og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður á Rétti. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu íslenskar konur sem tilkynntu ofbeldi til lögreglu hafa kært niðurstöðu íslenska ríkisins um að fella niður mál þeirra til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Af þessu tilefni boðuðu þrettán kvenna- og jafnréttissamtök á Íslandi til fundar í morgun þar sem fjallað var um kærurnar og kröfur settar fram af hálfu kvennahreyfingarunnar um úrbætur í réttarkerfinu fyrir brotaþola kynbundins ofbeldis.

Þau þrettán samtök sem um ræðir eru: Aflið, Druslugangan, Femínistafélag Háskóla Íslands, Flóra, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennaráðgjöfin Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, Stígamót, W.O.M.E.N. og UN Women.

Fékk alvarlegt taugaáfall

María Árnadóttir, ein kærenda til Mannréttindadómstóls Evrópu, lýsti á fundinum upplifun sinni af því þegar réttarkerfið brást henni. Hún varð fyrir ofbeldi árið 2016 og kærði 2017. Sjö mánuðum eftir að hún lagði fram kæru var henni tilkynnt að rannsókn væri lokið, þrátt fyrir að hvorki hefði verið talað við bein eða óbein vitni. Fyrir lá játning sakbornings og afsökunarbeiðni í gegn um samskiptamiðil, auk tveggja samskiptaseðla um áverka frá lækni.

María Árnadóttir, ein kærenda til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mynd/Ernir

Eftir að málið var fellt niður fékk María alvarlegt taugaáfall, hún var frá vinnu mánuðum saman, missti minnið að hluta og gat ekki keyrt bifreið í nokkra mánuði.

Hún segir málsmeðferðina hafa valdið sér andlegu, líkamlegu og fjárhagslegu tjóni, en hún hefur nú upplifað streituástand í fjögur ár.

Sameigileg einkenni 

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður á Rétti, fjallaði um kærurnar á fundinum en um stakar kærur er að ræða en ekki hópmálsókn enda tekur MDE ekki við slíku. Gegnumgangandi var að rannsókn málanna hefði tekið mjög langan tíma, skýrslur voru teknar seint og það hefur verið mjög þungt þegar sakborningar neita, þrátt fyrir trúverðuga frásögn brotaþola sem studd er gögnum.

Tölur gefa til kynna að milli 70-85% mála þar sem konur tilkynna ofbeldi til lögreglu séu felld niður á leið sinni gegnum réttarkerfið áður en þau komast í dómsal. Sjá nánar í myndbandi sem kvennahreyfingin gaf út fyrir helgi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm