Zlatan Ibrahimovic hefur ekki spilað fyrir sænska landsliðið í tæp fimm ár en ætlar sér að snúa aftur og vera með á EM í sumar. Sænskir fjölmiðlar fjalla um málið.
Zlatan sem er 39 ára gamall hefur verið í frábæru formi með AC Milan á þessari leiktíð.
Zlatan lék síðast með sænska landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016, nú greina sænskir miðlar frá því að hann ætli að snúa aftur.
Þar kemur fram að Janne Andersson þjálfari liðsins ætli að velja Zlatan í hóp sinn sem verður opinberaður í næstu viku fyrir komandi leiki í undankeppni HM.
Zlatan vilji svo taka þátt í Evrópumótinu í sumar sem gæti orðið hans síðasta stórmót á ferlinum.