fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Schwaz í Austurríki verður einhverskonar tilraunastofa með bóluefni næstu vikurnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. mars 2021 06:59

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alpahéraðið Schwaz í Austurríki verður einhverskonar tilraunastofa með bóluefni gegn kórónuveirunni næstu vikurnar. Þar ætlar alþjóðlegur hópur vísindamanna að rannsaka áhrif bóluefna á suður-afríska afbrigði veirunnar.

Afbrigðið hefur náð sér vel á strik í héraðinu og hefur það hvergi annars staðar í Evrópu náð viðlíka útbreiðslu og er nú algengasta afbrigði veirunnar.

Ef afbrigðið nær að dreifast um Evrópu verður það alvarlegt og mjög slæmt skref aftur á bak í baráttunni við heimsfaraldurinn. Það er meira smitandi en önnur afbrigði og getur einnig verið ónæmara fyrir bóluefnum en önnur afbrigði veirunnar.

Allir fullorðnir íbúar héraðsins, um 60.000, fá nú boð um að verða bólusettir gegn veirunni og taka þar með þátt í tilraunaverkefni. Reiknað er með að hefja bólusetningar á miðvikudaginn.

Günther Platter, leiðtogi héraðsins, sagði í samtali við New York Times að markmiðið með þessu sé að stöðva útbreiðslu afbrigðisins eða gera alveg út af við það. „Við viljum vernda íbúana gegn þessu afbrigði,“ sagði hann.

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur beðið ESB um auka skammta af bóluefnum til að hægt sé að stöðva útbreiðslu afbrigðisins. Framkvæmdastjórn ESB hefur heimilað að 100.000 aukaskammtar verði sendir til héraðsins gegn því að alþjóðlegur hópur vísindamanna fái að fylgjast með í návígi hvort bóluefnið frá Pfizer/BioNTech virki gegn afbrigðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti