Nágrannarnir og erkifjendurnir í Manchester City og Manchester United, mætast í dag í ensku úrvalsdeildinni. Leikið verður á Etihad Stadium, heimavelli Manchester City og hefst leikurinn klukkan 16.30.
Manchester City er fyrir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 65 stig eftir 27 leiki, fjórtán stigum meira en Manchester United sem situr í 3. sæti með 51 stig.
Sigri Manchester City yrði það mikill byr í segl liðsins sem er líklegt til þess að hampa Englandsmeistaratitlinum.
Gabriel Jesus leiðir sóknarlínu Manchester City í leiknum og Phil Foden er á meðal varamanna.
Byrjunarlið Manchester City:
Ederson, Cancelo, Zinchenko, Dias, Stones, Rodri, Gundogan, De Bruyne, Mahrez, Sterling, Jesus.
Dean Henderson stendur í marki Manchester United í fjarveru David De Gea sem þurfti að halda til Spánar til að vera viðstaddur fæðingu dóttur sinnar.
Byrjunarlið Manchester United:
Henderson, Shaw, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Fred, McTominay, Fernandes, James, Rashford, Martial.