fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Telur að fjölga þurfi leiðum inn og út úr borginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. mars 2021 08:37

Guðlaugur Þór. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra birti á Facebook-síðu sinni í gær stutta hugleiðingu í tilefni af jarðskjálftavirkni undanfarið og mögulegri hættu á eldgosi. Guðlaugur telur Sundabraut löngu tímabæra og segir áhugaleysi meirihlutans í Reykjavík á því máli vera óskiljanlegan. Þá telur hann að Skerjabraut yrði mjög til bóta:

„Verður eldgos eða ekki það er spurningin.

Eina sem við vitum að það verður eldgos á Íslandi en við vitum ekki hvenær og hversu stórt – við búum jú á virkri eldfjallaeyju. Að búa á Íslandi eru forréttindi en við verðum að taka tillit til óblíðra náttúruafla.

En gerum við það?

Við ræðum oft samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu og ég held að við séum flest sammála um að við verðum að gera stórátak í þeim efnum. Fyrir því hef ég talað frá því að ég hóf afskipti af stjórnmálum.

En erum við að huga að öryggismálum þegar við ræðum samgöngumálin? Reykjavík er að stórum hluta byggð á nesi með stórum umferðaræðum til vesturs. Er ekki skynsamlegt að fjölga leiðum inn og út úr borginni? M.a. af öryggisástæðum.

Sundabrautin var forsenda sameiningar Reykjavíkur og Kjalarness fyrir áratugum síðan. En lítið hefur gerst fyrst og fremst vegna óskiljanlegs áhugaleysis vinstri meirihlutans í Reykjavík. Skerjabraut væri sömuleiðis mikil samgöngubót og myndi auka öryggi þeirra sem eru vestast í borginni en hún er hvergi á blaði.

Smá hugleiðingar nú þegar hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga.“

https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/posts/10157852434417023

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“