fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Ógnaði unglingum með hnífi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. mars 2021 08:13

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöld var tilkynnt um mann í Hafnarfirði sem var að ógna unglingum með hnífi. Lögregla gat ekki fundið manninn þrátt fyrir talsverða leit.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að fjórir menn slógust í Garðabæ. Lögregla hefur fengið upplýsingar um hverjir það voru og geta þeir átt von á kæru.

Maður í Garðabæ í annarlegu ástandi var handtekinn eftir að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu og ráðist að lögreglumönnum. Hann var einnig með fíkniefni í fórum sínum. Var maðurinn vistaður í fangaklefa.

Lítilsháttar eldur kviknaði í sólpalli í Garðabæ eftir að kerti sem gleymst hafði að slökkva á brann niður. Eldurinn var slökktur og litlar skemmdir urðu.

Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir að hafa keyrt á ljósastaur. Sögðust þeir báðir vera ökumaðurinn, voru þeir vistaðir í fangaklefa og bíða skýrslutöku.

Tilkynnt var um líkamsárás í Grafarvogi þar sem fjórir menn réðust á einn. Var tekin skýrsla af mönnunum og héldu þeir síðan sína leið.

Ennfremur var brotist inn í skóla í Grafarvogi en ekki er vitað hverju var stolið.

Alls komu 100 mál á borð lögreglu í gærkvöld og nótt, þar af voru 25 hávaðakvartanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm