fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Sir Alex Ferguson var nær dauða en lífi

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 6. mars 2021 21:11

Sir Alex Ferguson. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný heimildarmynd um líf eins sigursælasta þjálfara sögunnar, Sir Alex Ferguson, kemur út á næstunni. Myndin ber nafnið Never Give In en í henni er farið yfir líf þessarar Manchester United goðsagnar.

Meðal annars er farið yfir þegar Ferguson hlaut heilablæðingu árið 2018.

„Ég man eftir því að detta, eftir það man ég ekki neitt. Ég hætti bara að virka. Ég var í einskismannslandi,“ segir Ferguson en hann var einn af fimm sem lagðir voru inn á sjúkrahúsið í Salford þennan dag með heilablæðingu. Þeir voru aðeins tveir sem lifðu af.

Ferguson gat ekki talað í smá tíma eftir atvikið. Hann fékk aðstoð frá talmeinafræðing og tíu dögum seinna gat hann talað aftur.

„Á þessum tímapunkti mat ég það að það væru 80% að hann myndi deyja,“ sagði Joshi George, ráðgjafi taugaskurðlæknis í Salford.

„Ég leit út um gluggann á spítalanum og velti því fyrir mér hversu marga fallega sumardaga ég ætti eftir að sjá. Mér fannst það mjög erfitt,“ segir Ferguson í myndinni en hún kemur út 27. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tómas Þór ómyrkur í máli um vinnubrögðin – „Eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð“

Tómas Þór ómyrkur í máli um vinnubrögðin – „Eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kom að tveimur heimsfrægum mönnum nöktum í mjög óvenjulegri sturtu

Kom að tveimur heimsfrægum mönnum nöktum í mjög óvenjulegri sturtu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Antony pirraður út í liðsfélagana eftir leikinn í gær

Antony pirraður út í liðsfélagana eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Hefur áhyggjur af stjörnunni umdeildu – ,,Sorglegt og hefur legið í loftinu undanfarið ár“

Hefur áhyggjur af stjörnunni umdeildu – ,,Sorglegt og hefur legið í loftinu undanfarið ár“
433Sport
Í gær

Svikahrappur plataði stjörnuna og vildi fá tæplega tvær milljónir – ,,Hvað gerði ég til að eiga þetta skilið?“

Svikahrappur plataði stjörnuna og vildi fá tæplega tvær milljónir – ,,Hvað gerði ég til að eiga þetta skilið?“
433Sport
Í gær

Hefur áhyggjur af Pogba – Gæti tekið búningsklefann úr jafnvægi

Hefur áhyggjur af Pogba – Gæti tekið búningsklefann úr jafnvægi