fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Karl gerði börnum sínum grikk á Akureyri – Gekk þessi pabbabrandari of langt?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. mars 2021 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systkinunum Eddu Mjöll Karlsdóttur og Kristófer Karlssyni, sem eru frá Garðabæ en eru núna stödd á Akureyri, brá í brún er þau sáu stóra mynd af sér í miðbæ Akureyrar. Í þessari óvenjulegu auglýsingu, sem stillt er upp á Glerártorgi á Akureyri, segir að systkinin séu í makaleit og séu stödd á Akureyri um helgina í þeim tilgangi.

Um er að ræða hrekk sem faðir þeirra, Karl Björgvin Brynjólfsson, ber ábyrgð á. DV náði sambandi við Kristófer sem viðurkenndi að hrekkurinn hefði komið óþægilega á óvart:

„Þetta er eitthvað sem ég vissi ekkert af. Ég var bara að keyra inn í bæinn og þegar ég leit upp þá starði þetta framan í mig.  Ég vissi alveg hvað var að gerast. Pabbi sagði að ég ætti að skoða auglýsingaskilti á Glerártorgi af því hann var að gera eitthvað fyrir vinnuna. Svo lít ég upp og sé að það er verið að auglýsa mig,“ segir Kristófer sem þolir grínið vel. Það hafi þó ekki verið þægilegt fyrst.

„Auðvitað er þetta fyndið en þetta er líka óþægilegt. Ég hef fengið einhver grínsamtöl og símaat út af þessu. Það er bara partur af þessu.“

Hrekkir eru ekki óþekktir í fjölskyldunni og segir Kristófer að þau systkinin hafi gert föðurnum grikki: „Við erum að alltaf að grínast í honum og hann í okkur. Fyrir nokkrum árum settum við systir mín upp grínmyndband af honum á Facebook sem hét HM-karlinn. Það fékk mikla umfjöllun á sínum tíma og hann er bara að hefna sín núna.“

Kristófer segir að systir hans, Edda Mjöll, taki þessu líka vel. „Hún er líka að hlægja að þessu. Það er ekki hægt að fara í fýlu út af einhverju svona.“

Blaðamaður spyr þá, í nokkru alvöruleysi, hvort Kristófer telji að hann og systir hans eigi eftir að ganga út um helgina:

„Já, ef þetta virkar ekki, hvað þá?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram