fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Hvað segja tarot-spilin um stjörnumerkið þitt?

Fókus
Laugardaginn 6. mars 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja tarot-spilin um stjörnumerkið þitt?

Vikan 05.03 – 11.03.

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Hrúturinn fær Tíu í spjótum sem segir okkur að þetta verði óvenju erilsöm vika hjá þér. Þú finnur fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu og þarft að biðja um smá hjálp til þess að komast yfir þenna hjalla.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Nautið fær Vagninn, sem boðar miklar breytingar. Hér sjáum við þig pakka saman dótinu og tilbúið í nýtt ævintýri. Þetta spil kemur upp hjá fólki sem er að flytja eða færa sig í starfi, einhverjar breytingar sem eru kærkomnar

stjornuspa

Tvíburi
21. maí–21. júní

Tvíburinn fær spilið Ás í stöfum sem er táknrænt fyrir nýtt upphaf. Þetta snýr að verkefnum eða vinnu. Ef þú ert að hugsa um að takast á við nýtt verkefni eða nýja áskorun þá segir spilið þér að núna sé góður tími til þess að hefjast handa.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Krabbinn fær spilið Áttu í bikurum. Þú varðst fyrir ákveðnum vonbrigðum og ert núna að ákveða að taka völdin og snúa við blaðinu. Þú tekur erfiða ákvörðun um að sleppa því sem þjónar þér ekki lengur og kveður vinnu eða samband sem þjónar þér ekki lengur.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Ljónið fær Tvist í sverðum og stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Þú ert hvatt til þess að líta inn á við og hlusta á innsæið. Þú í raun og veru veist svarið en ert hikandi, því það er ekki auðveld ákvörðun.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Meyjan fær Sjöu í myntum sem minnir þig á að ef þú finnir fyrir uppgjöf þá skulirðu ekki örvænta því það er ekki langt í land. Sjöan í myntum sýnir einstakling sem er búinn að leggja talsvert mikið á sig og er orðinn ansi þreyttur en verðlaunin eru rétt handan við hornið.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Vogin fær Hengda manninn sem minnir hana á að góðir hlutir gerast hægt. Það er vissulega verið að reyna á þolinmæðina þína en allt er eins og það á að vera, treystu flæðinu og njóttu þess að taka því rólega á meðan þú bíður uppskerunnar.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Sporðdrekinn fær Djöfulinn sem er aldrei eins dramatískt og það hljómar og langt frá því að vera slæmt spil. Djöfullinn er táknrænn fyrir samninga. Þú ert að fara að skrifa undir mikilvægan samning í vikunni, en gættu þess vel að lesa smáa letrið.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Bogmaðurinn fær Tíu í bikurum sem boðar einhvern fjölskyldufögnuð. Mögulega verður þér boðið í brúðkaup, einhver nákominn þér á von á barni eða þú færð góða ástæðu til þess að draga fram kampavínið og fagna nýjum áfanga.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Steingetin fær Tvist í spjótum og stendur frammi fyrir því að skipuleggja vel komandi tíma. Hér ert þú að leggja góðan grunn að nýju verkefni sem mun bera góðan árangur

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Vatnsberinn fær Tíu í sverðum. Þetta spil minnir þig á að ef þér finnst utanaðkomandi aðstæður vera að þrengja að þér þá er kannski tímabært að gera breytingar. Þú ert alltaf við stjórnvölinn þó að þér líði ekki alltaf þannig.

stjornuspa

Fiskur
19. febrúar–20. mars

Fiskurinn fær Þrist í myntum. Þú ert að fara að hefja eitthvað skemmtilegt og skapandi samstarf. Þetta virðist tengjast vinnu og verður afar farsælt samstarf sem mun gefa af sér meira peningaflæði, beinustu leið í vasann þinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“