Bruno Fernandes hefur heldur betur slegið í gegn á sínu fyrsta ári hjá Manchester United, félagið keypti hann frá Sporting Lisbon fyrir 13 mánuðum síðan.
Fernandes kostaði United upphaflega 46,8 milljónir punda en kaupverðið gæti endað í 67,8 milljónir punda.
Ein klásúlan í samningi United og Sporting er að United þarf að borga 4,2 milljónir punda ef Fernandes verður leikmaður ársins
Fernandes ku eiga ágætis möguleika á að verða PFA leikmaður ársins, það kostar 854 milljónir íslenskra króna ef af verður.
Fernandes hefur bætt leik United mikið á þessu ári og liðið verið á miklu betra róli áður en hann kom til félagsins.