Hin umdeilda Wanda Icardi, eiginkona knattspyrnumannsins Mauro Icardi sem spilar með PSG í Frakklandi, deildi í vikunni mynd á Instagram sem vakti mikla athygli.
Wanda, sem einnig er umboðsmaður Icardi, varð afar umdeild eftir að hún vakti mikla athygli í Argentínu. Wanda byrjaði að vera með Icardi þegar hún var ennþá gift liðsfélaga hans í landsliðinu, Maxi Lopez. Þá var einnig fjaðrafok í kringum hana þegar Icardi var neyddur til að neita því að hún hafi átt aðild í því að gera kynlífsmyndband.
Wanda birti mynd af sér í vikunni sem vakið hefur mikla athygli. Þar er hún léttklædd og biður íbúa í París um að vera heima, veiran skæða leikur fólk grátt í borg ástarinnar.
Wanda er hörð í horn að taka sem umboðsmaður og hefur tryggt það að eiginmaður sinn hefur þénað vel síðustu árin, fyrst hjá Inter og svo hjá PSG.
Myndina má sjá hér að neðan.