Arsenal tapaði 48 milljónum punda á fyrri helmingi síðasta árs, þetta er annað árið í röð sem Arsenal er rekið með miklu tapi. 18 ár þar á undan hafði félagið verið rekið með hagnaði.
Um er að ræða tímabil frá 1 janúar 2020 til 1 júní 2020. Félagið segir að kórónuveiran sé stærsta ástæða þess að félagið var rekið með þessu mikla tapi.
Arsenal er eitt af þeim félögum sem fær mikla fjármuni á leikdegi, eftir að lokað var á áhorfendur tapaði félagið 14 milljónum punda á þessu tímabili.
Þá missti Arsenal af 34 milljónum punda vegna lækkunar á sjónvarpsamningi til félaganna vegna veirunnar.
Arsenal missti einnig af talsverðum fjármunum vegna þess að félagið datt úr leik í fyrstu umferð í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, árið áður hafði félagið farið í úrslit.
Arsenal borgaði einnig 10,4 milljónir punda til að reka Unai Emery úr starfi og fá Mikel Arteta frá Machester City. Tapið var í heild 8,5 milljarður yfir fimm mánaða tímabil en félagið tapaði í heild 4,8 milljarði allt árið 2019.