Guðlaugur Victor Pálsson var á sínum stað í byrjunarliði Darmstadt þegar liðið mætti Paderborn í næst efstu deild Þýskalands í kvöld.
Guðlaugur Victor hefur verið að koma aftur inn að fullum krafti eftir meiðsli og dvöl á Íslandi eftir að móðir hans féll frá.
Paderborn var með 2-1 forystu eftir 55 mínútna leik en Darmstadt setti í gírinn og jöfnuðu þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.
Sigurmarkið kom svo þegar lítið var eftir af leiknum. Darmstadt situr í 13 sæti deildarinnar með 28 stig.