Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United mun að öllum líkindum banna Bruno Fernandes að fara í verkefni með landsliði Portúgals síðar í þessum mánuði.
Portúgal á að mæta Aserbaísjan á heimavelli síðar í þessum mánuði. Fari Fernandes og aðrir leikmenn frá Englandi til Portúgals, þurfa þeir að fara í tíu daga sóttkví á hóteli við komuna til Engalnds.
Sökum þess hafa félög leyfi til að banna leikmönnum að fara erlendis, 33 lönd eru á rauðum lista Englands og það krefst þess að leikmenn fari í sóttkví við heimkomuna.
„Við höfum ekki sest niður og meitlað þetta í stein, en það er lítil hagur í því að leyfa leikmanni að fara og missa hann svo í tíu daga sóttkví,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um stöðu Bruno Fernandes.
„Við erum þeir sem borga launin og FIFA hefur gefið leyfi fyrir félög að banna leikmanni að fara. Þetta verður erfitt en það er ekki hægt að missa leikmann út í tíu daga.“