36 ára gamalli íslenskri konu var nauðgað á föstudag í ferðamannabænum Puerto Rico á Gran Canaria. Frá þessu er greint í spænska fjölmiðlinum La Provincia.
Árásin átti sér stað á föstudagskvöldið í hverfinu Agua la Perra og lagði konan fram ákæru á sunnudag. Degi síðar voru karlmennirnir fjórir handteknir. Þeir komu fyrir dómara í dag sem úrskurðaði þá í gæsluvarðhald og hafa þeir ekki kost á því að losna gegn tryggingu.
Þrír karlmannana eru ákærðir fyrir kynferðisbrot en sá fjórði er ákærður fyrir tvö brot af sama meiði.
Íslenska konan hefur búið í Puerto Rico með fjölskyldu sinnu um ára bil. Hún leitaði til læknis í kjölfar árásarinnar sem gáfu út áverkavottorð sem styður við ákæru hennar. Þeim ákærðu hafði verið úthýst frá dvalarstað sínum, húsnæði fyrir hælisleitendur, þegar konan nálgaðist þá til að spyrja um stöðu þeirra. Þá átti hópnauðgunin sér stað, úti á víðavangi um miðja nótt, samkvæmt heimildum La Provincia.