fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Vilja að Kobe Bryant verði gerður að merki NBA – „Hann er meira en bara innblástur“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 18:00

Kobe Bryant

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NBA-stjarnan Kyrie Irving hefur lýst þeirri skoðun sinni að skuggamynd af Kobe Bryant eigi að prýða merki NBA-deildarinnar í körfubolta. Bryant lést fyrir um 13 mánuðum í þyrluslysi nærri Los Angeles. Ásamt honum létust dóttir hans, Gianna Bryant, og sjö til viðbótar. Hópurinn var á leið á körfuboltaleik þar sem Gianna átti að spila og faðir hennar stjórna liðinu frá hliðarlínunni.

Bryant var atvinnumaður í körfubolta frá 1996 til 2016 og vann fimm meistaratitla með Los Angeles Lakers. Hann er af mörgum talinn einn af bestu leikmönnum deildarinnar fyrr og síðar.

Lát hans og minningarathafnirnar um hann sýndu vel hversu mikla þýðingu hann hafði haft fyrir körfubolta um allan heim. Michael Jordan, sem er af mörgum talinn besti körfuboltamaður allra tíma, var greinilega djúpt snortinn þegar hann kom fram á minningarathöfn um Kobe og sagði: „Þegar Kobe Bryant dó, þá dó hluti af mér.“

Nýlega sagði Kyrie Irving að rétt væri að setja skuggamynd af Bryant á merki NBA og skipta þannig skuggamyndinni af Jerry West, fyrrum leikmanni Los Angeles Lakers, út. „Mér er sama hvað aðrir segja. Svartir kóngar byggðu þessa deild,“ skrifaði hann.

Hann er greinilega ekki einn um þessa skoðun því nú hefur á fjórðu milljón manna skrifað undir áskorun um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur