People skýrir frá þessu og hefur eftir nágranna fjölskyldunnar að móðirin hafi leitað á sjúkrahús nokkru áður. „Þau héldu að hún hefði fengið heilablæðingu en ég held að það hafi verið COVID-19. Hún greindist með COVID-19 og var send heim og maðurinn hennar var heima með COVID-19. Þau voru því bæði í einangrun í svefnherbergi í kjallaranum.“
Ekki liggur fyrir hvort dóttirin var heima á meðan foreldrar hennar voru í einangrun eða hvort hún var í pössun. Það er þó vitað að það var hún sem fann foreldra sína látna.
„Það er mikill harmur fyrir 11 ára stúlku að missa báða foreldra sína í einu. Um síðustu jól bönkuðu þau upp á hjá okkur og gáfu okkur smákökur. Þetta var indælisfólk,“ sagði nágranninn um fjölskylduna.