Nú óttast yfirvöld að það breytist hratt og hafa því ákveðið að herða baráttuna gegn veirunni. Almenningur verður minntur enn meira á að fylgja sóttvarnaráðstöfunum, vera eins mikið heima og hægt er, nota andlitsgrímur, stunda félagsforðun, vinna heima ef hægt er að koma því við og gæta vel að hreinlæti.
Johan Bratt, yfirmaður heilbrigðismála borgarinnar, sagði að út frá eigin reynslu og því sem vinir hans og kunningjar segja honum þá eigi fólk erfitt með að fara eftir sóttvarnarreglunum. „Það gengur ekki. Við verðum að hlusta,“ sagði hann og lagði áherslu á að þeir sem brjóta þær stofni „eigin lífi og lífi annarra í hættu“.
Hann sagði að miðað fjölgun smita að undanförnu verði yfirvöld að búa sig undir fjölgun innlagna á sjúkrahús borgarinnar. „Við getum því fullyrt að þriðja bylgjan er skollin á,“ sagði hann.