Liverpool tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Chelsea en leikið var á Anfield.
Eina mark leiksins kom á 42. mínútu, það skoraði Mason Mount eftir stoðsendingu frá N’Golo Kanté.
1-0 sigur Chelsea staðreynd og um leið mikilvæg þrjú stig í pokann. Chelsea situr í 6. sæti deildarinnar með 44 stig.
Englandsmeistarar Liverpool sitja í 7. sæti með 43 stig.
Liverpool 0 – 1 Chelsea
0-1 Mason Mount (’42)