Hinn 24 ára gamli Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, hefur framlengt samning sinn við félagið til loka ársins 2023.
Viktor Karl er uppalinn hjá Breiðablik en hefur einnig spilað sem atvinnumaður í Hollandi og Svíþjóð. Eftir dvöl erlendis sneri hann aftur heim til Breiðabliks árið 2019.
Hjá Breiðablik hefur hann spilað 60 leiki og skorað 13 mörk, þá á hann einnig að baki 30 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.
„Þetta eru frábærar fréttir fyrir Blika og það verður gaman að fylgjast með þessum öfluga leikmanni á vellinum í sumar,“ segir í tilkynningu frá Breiðablik á Facebook.
Viktor Karl framlengir
Þau ánægulegu tíðindi voru að berast að knattspyrnumaðurinn öflugi, Viktor Karl Einarsson, hefur…
Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Thursday, March 4, 2021