Í febrúar árið 2018 varð verkstjóri hjá fyrirtæki einu fyrir slysi er hann var að reyna að loka bílskúrsdyrum í vörugeymslu fyrirtækisins. Rafmagnsmótor sem knúði hurðina féll þá í höfuð honum. Atvikinu er lýst svo í texta dóms Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem skaðamótamál vegna atviksins var rekið:
Fyrirtækið tilkynnti atvikið til Vinnueftirlitsins og starfsmaður þess ritaði eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur að mótor hafi fallið á höfuð verkstjórans. Segir í skýrslunni að yfirfara skuli vöruhurðina og tryggja að hún sé í lagi, meðal annars að mótorinn sé festur réttilega og að svokölluð kemmuvörn virki.
Ágreiningslaust var að slysið féll undir slysatryggingu vinnuveitandans en maðurinn vildi að auki að skaðabótaábyrgð vinnuveitandans yrði viðurkennd. Því var hafnað af hálfu vinnuveitandans. Maðurinn byggði á því að hann hefði orðið fyrir stórfelldu líkamstjóni í slysinu og vinnuveitandinn beri ábyrgð á hættulegum aðstæðum sem hafi skapast á vinnustaðnum og valdið slysinu.
Vinnuveitandinn hafnaði ábyrgðinni meðal annars á þeim forsendum að um óhappatilvik hefði verið að ræða en ekki saknæmt atferli. Einnig var því borið við að maðurinn hefði ekki farið að reglum og borið öryggishjálm. Maðurinn hélt því fram að skort hafi á að persónuhlífar á borð við öryggishjálma væru til staðar á svæðinu. Var um þetta ágreiningur í aðalmeðferð málsins.
Það var niðurstaða dómsins að skaðabótaskylda vinnuveitandans vær ósönnuð í málinu. Var því kröfum mannsins hafnað. Málskostnaður var felldur niður og greiðist úr ríkissjóði.