Það verður stórleikur á dagskrá enska fótboltans í kvöld þegar Thomas Tuchel fer með lærisveina sína í heimsókn til Jurgen Klopp og lærisveina hans í Liverpool.
Tuchel er hálfgerður lærlingur Jurgen Klopp , hann tók við Dortmund af Klopp og hafði áður stýrt Mainz líkt og Klopp hafði gert.
Þessir þýsku stjórar eru öflugir þjálfarar og miklir keppnismenn, Tuchel fer aðrar leiðir í nálgun sinni að leiknum.
Tuchel er með betra sigurhlutfall á ferli sínum en Klopp hefur vinningin þegar kemur að því að vinna titla.
Leikur Liverpool og Chelsea fer af stað klukkan 20.15 í kvöld. Samanburður á þeim félögum er hér að neðan.