Jón Bjarni Steinsson, veitingamaður á Dillon við Laugaveg, segist aldrei hafa upplifað eins skelfilegt ástand varðandi vanda fólks með geðraskanir og fíkniefnavanda sem er á ferli um Laugaveginn, og síðustu vikur. Hann skrifar á Facebook-síðu sína:
Í dag, á miðvikudegi, leyfði ég skó og sokkalausum manni í líklega vímuefnatengdu geðrofi að hringja í mömmu sína sem kom síðan með sokka, skó og úlpu fyrir hann. Hans síðasta stopp var fangaklefi þaðan sem hann var sendur í þessu ástandi.
Það fær enginn almennur starfsmaður í verslun eða þjónustu í miðbænum borgað nógu mikið fyrir að díla við þetta dag eftir dag.“
Í samtali við DV segist Jón Bjarni ekki hafa fulla skýringu á ástandinu en nefnir mögulegar skýringar að fólk sem var veikt fyrir líði verr nú í þeirri kreppu sem hefur riðið yfir samfélagið í kórónuveirufaraldrinum, það hafi minna milli handanna, verri fíkniefni séu mögulega í umferð og auðvelt aðgengi sé að handspritti, sem sumir drekka.
„Ég byrjaði að taka eftir þessu í haust en ástandið hefur verið sérlega slæmt síðustu vikurnar,“ segir Jón.
Jón segir að þessar uppákomur eigi sér bara stað á daginn. „Þetta er ekki að gerast á kvöldin,“ segir hann og bætir því við að framganga lögreglu í þessum málum sé ávallt til fyrirmyndar:
„Lögreglan er alltaf mjög skjót að bregðast við og eru mjög fagmannlegir að öllu leyti. Aldrei nein læti,“ segir hann.
https://www.facebook.com/jon.steinsson/posts/10221672076005794