fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Háð fullnægingum og fær þær hvar sem er – „Metið mitt er 18 og ég hef misst meðvitund“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. mars 2021 10:27

Amy. Mynd/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amy Mathews, 23 ára, glímir við það vandamál að hún fær of margar fullnægingar og fær það stundum á hrikalega vandræðalegum augnablikum.

Hún hefur fengið fullnægingu þegar hún hefur ferðast með almenningssamgöngum, í háskólanum og meira að segja þegar hún hefur borðað hádegismat með foreldrum sínum. Hún segist nú vera háð fullnægingum.

Í samtali við Fabulous Digital segir Amy að metið hennar séu átján fullnægingar í röð. En hún segir að það að fá það svona oft hafi sína galla.

„Ég fæ það mjög auðveldlega og mjög oft. Ef ég er ein í lest og sé einhvern sem ég laðast að, þá byrja ég að fá það hér og þar. Ef ég er að sofa hjá einhverjum þá get ég misst meðvitund ef ég fæ of margar fullnægingar. Stundum kemur það fyrir að mig verkjar í kviðvöðvana vegna stöðugra samdrátta á magasvæði og grindarbotni.“

Heldur sjúkdómi í skefjum með fullnægingum

Amy er með Ehlers-Danlos heilkenni, sem er arfgengur bandvefssjúkdómur sem veldur því að myndun kollagens raskast og bandvefir líkamans veikjast. Hún byrjaði á lyfjum til að halda niðri einkennum sjúkdómsins, en lyfin gerðu hana þreytta.

„En ef ég fékk fullnægingu þá leið mér betur. Ég tek ekki lengur lyf gegn sársaukanum núna. Ég kýs að fá fullnægingu í staðinn,“ segir hún og bætir við að fullnægingarnar hafa einnig hjálpað henni í baráttu sinni gegn kvíða.

Amy á auðvelt með að fá fullnægingu.

Vandræðalegt fyrir framan pabba

Stundum á Amy erfitt með að stjórna því hvar hún fær það. Hún viðurkennir að það geti verið vandræðalegt þegar hún fær það í kringum foreldra sína. „Mamma veit af þessu og er mjög stuðningsrík, en pabbi hefur ekki hugmynd,“ segir hún.

Amy segist stundum fá samviskubit þar sem hún fær svo margar fullnægingar en karlmennirnir sem hún sefur hjá fá bara eina. Þessa dagana segist Amy fá það að minnsta kosti níu sinnum í hvert skipti sem hún sefur hjá einhverjum. „Ég vil ekki kærasta, ég þarf bara að fá það reglulega. Mér líður illa ef ég fæ það ekki,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS